Hope Solo sett í sex mánaða bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2016 09:26 Hope Solo hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár. vísir/getty Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira