Enski boltinn

Buffon: Pogba getur orðið eins og Zidane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Buffon gantast eftir leik með Juventus.
Pogba og Buffon gantast eftir leik með Juventus. vísir/getty
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, segir að Paul Pogba, fyrrum samherji sinn hjá Juventus og nú miðjumaður Manchester United, gæti orðið besti miðjumaður í heimi.

Buffon ber Pogba saman við hinn franska Zinedine Zidane, miðjumann franska landsliðsins og Real Madrid til margra ára, en hann spilaði einnig fyrir Juventus.

„Með heppni er allt hægt. Barnið er svakalegur stríðsmaður á velli, en hefur einnig mikil gæði. Vald hans á boltanum og hvernig hann getur breytt úr vörn í sókn er ótrúlegt - og það særir okkur að missa hann," sagði Buffon.

„Það er ekki auðvelt að bera hann saman við þá bestu, en hann hefur margt sem bæði Platini og Zidane höfðu."

Pogba vann fjóra ítalska deildarmeistaratitla og var í liðinu sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2015, en tapaði fyrir Barcelona.

„Ég hef engar efasemdir um að Paul muni standa sig í ensku deildinni. Það gæti tekið smá tíma að aðlagast, en ég er viss um að hann geri það, sérstaklega því hann þekkir félagið svo vel."

„Mikilvægasti hluturinn er að viðhorf hans á vellinum er frábært og á æfingum. Það sem við munum sakna mest er nálægð hans við alla í liðinu," sagði Buffon að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×