Fótbolti

Sjáðu glæsimark Neymars og vítakeppnina í heild sinni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar grét gleðitárum eftir leikinn.
Neymar grét gleðitárum eftir leikinn. vísir/getty
Brasilía varð sem kunnugt er Ólympíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn í gær eftir sigur á Þýskalandi í vítaspyrnukeppni.



Neymar, fyrirliði brasilíska liðsins, var í aðalhlutverki í leiknum. Hann kom liðinu yfir á með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á 28. mínútu en Neymar skoraði alls fjögur mörk á Ólympíuleikunum og gaf þrjár stoðsendingar.

Max Meyer, fyrirliði Þjóðverja, jafnaði metin á 59. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma né framlengingu.

Bæði lið sýndu mikið öryggi í vítakeppninni og skoruðu úr fyrstu átta spyrnunum. Í lokaumferðinni varði Weverton svo frá Nils Petersen og því gat Neymar tryggt Brössum gullið með því að skora úr síðustu spyrnunni.

Barcelona-manninum urðu ekki á nein mistök, hann sendi Timo Horn, markvörð Þýskalands, í vitlaust horn og skoraði af öryggi.

Sjá einnig: Neymar: Hundrað prósent Jesús að þakka | Myndir

Neymar grét gleðitárum eftir að sigurinn var höfn og Brasilíumenn fögnuðu sigrinum vel og innilega.

Hér að neðan má sjá glæsimark Neymars, vítakeppnina í heild sinni og þegar Brasilíumenn fengu gullmedalíurnar afhentar.



Neymar kemur Brasilíu yfir með stórkostlegu marki Vítakeppnin og verðlaunaafhendingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×