Pressa á Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 10:00 Sólveig Lára og hinir fyrirliðarnir í Olís-deild kvenna. vísir/anton Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís-deild kvenna rætist lyftir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, Íslandsbikarnum í lok tímabilsins. „Það er stefnan að enda þarna. Liðið á eftir að setjast niður og ræða þetta en við stefnum allar á þetta,“ sagði Sólveig. En er þetta ekki eðlilegt markmið hjá liði sem hefur farið í úrslit undanfarin fjögur ár? „Jú, við erum líka búnar að styrkja okkur og ég held að þetta sé nokkuð eðlilegt. Það hefði s.s. verið hægt að spá öðrum liðum toppsætinu en við bjuggumst alveg við að vera þarna eins og hvert annað lið. Vonandi stöndum við undir þessu,“ sagði Sólveig. Hún segir að Stjarnan sé með sterkari hóp en í fyrra en meðal leikmanna sem eru komnir í Garðabæinn má nefna Þorgerði Önnu Atladóttur, Elenu Elísabetu Birgisdóttur og Hafdísi Lilju Torfadóttur. „Við erum með þéttari hóp en í fyrra, komnar með fleiri góða leikmenn og erum eiginlega með tvo sterka leikmenn í hverri stöðu. Við getum vonandi dreift álaginu betur,“ sagði Sólveig. Stjörnunnar bíður hins vegar það erfiða verkefni að fylla skarð Florentinu Stanciu, markvarðarins frábæra, sem hefur lagt skóna á hilluna. Sólveig hefur trú á markvörðum Stjörnunnar í vetur en segir jafnframt að skarð Florentinu verði vandfyllt. „Heiða [Ingólfsdóttir] er flottur markvörður og svo fengum við Hafdísi úr Fram sem er mjög efnileg. Ég held að þær geti myndað mjög sterkt teymi. Það fyllir engin í skarð Floru en þær munu standa sig vel,“ sagði Sólveig sem er sátt með nýja fyrirkomulagið á Olís-deildinni sem samanstendur nú af átta liðum en ekki 14 eins og í fyrra. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt. Deildin er rosalega sterk og þetta verður mikil barátta. Liðin þurfa að vera tilbúin strax um helgina, það þýðir ekkert að spila sig í gang. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Sólveig sem verður í eldlínunni þegar Stjarnan tekur á móti Haukum klukkan 13:30 í dag.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Lítil trú á Íslandsmeisturunum Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. 10. september 2016 08:00