Íslendingar auglýsa gjaldeyrisbrask sem skjótfenginn gróða til að auðvelda lífið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 14:03 Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Hópur íslendinga reynir að lokka til sín einstaklinga í einhverskonar gjaldeyrisviðskipti undir nafninu GEM Iceland. Hópurinn er i samstarfi við Wealth Generators, bandarískt fyrirtæki sem býður einstaklingum að velja á milli áskriftarleiða. Áskrifendur eru svo fengnir til að finna fleiri áskrifendur og þannig fara af stað snjóboltaáhrif. Þá lofar Wealth Generators einnig að kenna aðilum á gjaldeyrisviðskipti. Viðskiptablaðið greindi frá málinu í gær og segir allt benda til að um pýramídasvindl sé að ræða. GEM Iceland sendi frá sér kynningarmyndband í gegnum YouTube þar sem sést til hóps á snekkju rétt fyrir utan Reykjavík. Þar segjast þeir vilja hjálpa fólki að græða peninga. „Við viljum að allir græði mikla peninga því við viljum að peningarnir séu í réttum höndum.“ Í myndbandinu kemur fram að GEM standi fyrir Global Entrepreneur Movement og í lok má sjá myllumerkið #TheGrindIsReal. Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en Vísir hefur það undir höndum og má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.Kynna starfsemina hér á landi Í myndbandi sem Luke Shulla birti á Facebook síðu sinni þann 26. júlí síðastliðinn má sjá forsprakka GEM Iceland kynna starfsemina fyrir hópi ungs fólks. Shulla titlar sig sem Forex Trader hjá Wealth Generators, en forex trading eru viðskipti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. „Afi minn er orðinn algjör krypplingur, kominn í alla varahluti sem hann gæti mögulega verið kominn í og hann er enn að vinna,“ segir einn þeirra í myndbandinu. Annar útskýrir svokallað 40/40/40 plan. „Þú vinnur í 40 tíma á viku í 40 ár og lifir á 40 prósent af laununum þínum.“ Þar er verið að vísa í að um 40% af tekjum fólks fari í skatt. Meðallaun á Íslandi árið 2014, sem eru nýjustu aðgengilegu tölurnar, voru 300 þúsund krónur á mánuði, sem þýðir að skattprósenta viðkomandi er 37,13% „Þetta er það sem bíður okkar,“ segir aðal ræðumaðurinn þá.Í besta falli barnalegt „Það eru og verða gjaldeyrishöft hér á landi, þannig að svona starfsemi gæti ekki mögulega farið fram,“ segir hagfræðingur sem Vísir ræddi við. „Nýjar heimildir Seðlabankans eru einmitt sérstaklega hannaðar til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Þetta er því í besta falli barnalegt.“Myndband Luke Shulla er ekki lengur aðgengilegt en hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira