Hvít-Rússi sem mætti með fána Rússlands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra fær ekki að koma nálægt leikunum.
Búið er að taka af honum Ólympíupassann og hann getur því hvori búið áfram með Ólympíuhópi Hvíta-Rússlands eða mætt á viðburði. Þarna var um fararstjóra að ræða en ekki keppanda.
Það er bannað að vera með pólitískan áróður á Ólympíuleikunum sem og á Ólympíumóti fatlaðra. Þessi refsing lá því beint við.
Rússum var bannað að senda keppendur til leiks á Ólympíumót fatlaðra út af hinu skipulagða lyfjasvindli þjóðarinnar sem mikið hefur verið fjallað um.
„Hér birtist okkur hetja. Þessi maður sýndi samstöðu með fólkinu sem fékk ekki sanngjarna meðferð,“ sagði talsmaður Rússa.
Fáninn var gerður upptækur á vellinum og Hvít-Rússanum síðan vísað út. Hann getur nú annað hvort verið ferðamaður í Ríó eða farið heim.
Settur í bann fyrir að mæta með rússneska fánann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
