Ríkisstjórnin nýtur mest stuðnings karla og eldra fólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:45 Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira