Erlent

Forsetaframbjóðandi spyr hvað Aleppo sé

Atli Ísleifsson skrifar
Gary Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum.
Gary Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum.
„Og hvað er Aleppo,“ spurði bandaríski forsetaframbjóðandinn Gary Johnson í þætti NBC þar sem hann var spurður hvað hann myndi gera varðandi sýrlensku borgina, yrði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Einn þeirra sem þátt tók í umræðunum spurði þá Johnson hvort hann væri að grínast, sem hann sagði svo ekki vera. Þá var útskýrt fyrir honum að Aleppo væri borg í Sýrlandi, og að flóttamannavandinn mætti að stórum hluta rekja til ástandsins í borginni.

Johnson sagði þá að meðal annars væri nauðsynlegt að taka saman höndum með Rússum til að binda enda á ástandið í Sýrlandi.

Sjá einnig:Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér

Johnson er fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum og hefur mælst með allt að tólf prósenta fylgi í könnunum.

Þótt fylgi hans sé mun minna en fylgi Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, og Donalds Trump, frambjóðanda repúblikana, hefur enginn frambjóðandi utan flokkanna tveggja fengið svo mikið fylgi frá því Ross Perot fékk 19 prósent atkvæða í kosningum árið 1992.

Johnson og varaforsetaefni hans, Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, byggja framboð sitt á reynslu sinni og hugsjónum um frjálsan markað og frjálslynt samfélag.


Tengdar fréttir

Johnson fetar þröngan stíg að Hvíta húsinu

Forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum mælist með um átta prósenta fylgi. Enginn frambjóðandi utan stóru flokkanna tveggja hefur fengið svo mikið fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×