Innlent

Hafnfirðingar vilja í Skrekk

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fjör í Skrekk.
Fjör í Skrekk. vísir/ernir
Tillaga um að Hafnfirðingar reyni að koma að fulltrúum í hæfileikakeppnina Skrekk var lögð fram á síðasta fundi fræðsluráðs bæjarins.

„Okkur finnst mikilvægt að ungmenni eins og við fáum tækifæri til þess að tjá okkur listrænt og ég veit að ef við fáum að keppa þá aukast listrænir og hugrænir hæfileikar ungmenna í Hafnarfirði,“ segja til­lögu­flytjendur.

Til þessa hefur Skrekkur eingöngu verið fyrir reykvíska grunnskólanema. „Við vonumst til að komast með í þessa keppni eða þá til að hafa undanúrslit Hafnarfjarðar og tveir bestu skólarnir myndu þá keppa.“ Fræðsluráðið vísaði málinu til íþrótta- og tómstundaráðs.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×