Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2016 20:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30