Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 15:58 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15