Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2016 19:45 Martin Hermannsson. vísir/ernir Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í sínum riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fer fram næsta sumar um alla Evrópu. Ísland tapaði fyrir Belgíu, 80-65, en leikið var í Antwerpen i kvöld. Strákarnir okkar spiluðu vel í rúmlega tuttugu mínútur, en í fjórða leikhluta var þreytan farin að segja til sín og ljóst að söknuðurinn af Jóni Arnóri Stefánssyni, sem lék ekki vegna meiðsla, var mikill. Belgarnir byrjuðu betur og hreyfðu boltann rosaslega vel í sókninni gegn 3-2 vörn Íslendinga. Heimamenn röðuðu niður þristum og voru komnir níu stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Okkar strákar náðu aðeins að minnka muninn fyrir lok leikhlutans, en staðan var 20-14 eftir hann. Íslensku strákarnir byrjuðu annan leikhlutann vel; skoruðu fyrstu sex stigin og höfðu jafnað í 20-20 þegar annar leikhluti var nýhafinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í öðrum leikhluta áður en Belgarnir náðu sex stiga forskoti þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Okkar strákar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautan gall, 40-39, Belgum í vil í hálfleik. Belgarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og okkar menn voru byrjaðir að spila dálítið óskynsamlega, en Belgarnir komust þó aldrei langt undan. Barátta strákanna var til fyrirmyndar og trúin á verkefninu var mikil. Heimamenn áttu góðan kafla undir leikhlutans þegar þeir náðu skyndilega átta stiga forskoti og leiddu svo með ellefi stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur, 64-53. Ljóst var að framundan væri erfiður fjórði leikhluti. Tapaðir boltar voru fjölmargir í fjórða leikhluta, en strákarnir töpuðu boltanum hvað eftir annað. Belgarnir juku bara við forskot sitt og þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn 17 stig, 70-53. Róðurinn var afar þungur eftir það og strákarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í fjórða leikhluta fyrr tæpar sex mínútur voru búnar af leikhlutanum, en Hlynur minnkaði þá muninn í 73-55. Allur vindur virtist úr strákunum gegn belgíska liðinu sem er ógnasterkt og það sást að þeir söknuðu, eðlilega, Jóns Arnórs, enda einn besti leikmaður liðsins. Belgarnir unnu að lokum með fimmtán stigum, 80-65. Ísland lék fyrstu tvo leikhlutana frábærlega og framan af þriðja, en síðan fór að draga af leikmönnum og feyknasterkt lið Belga steig enn frekar á bensíngjöfina. Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Íslands, en hann skoraði 21 stig og tók fj0ögur fráköst. Næstur kom Hlynur Bæringsson með tíu stig, en hann tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Okkar menn eru nú með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum, en þetta var fyrsta tapið þeirra í riðlinum. Ísland spilar gegn Sviss á laugardag, en lieikið er í Sviss.Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira