Spilakassar svæsnasta form fjárhættuspils Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2016 13:50 Lítið sem ekkert eftirlit er með starfseminni og öll uppsetning og aðstæður miða að því að' halda fíklunum við efnið. visir/Anton Brink Vísir hefur að undanförnu fjallað um spilakassa en fyrir liggur stefna Guðlaugs Jakobs Karlssonar á hendur þeim aðilum sem reka slíka kassa, með leyfi ríkisins. Guðlaugur telur víst að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Guðlaugur segir, í samtali við Vísi, að spilakassarnir séu svæsnasta form fjárhættuspila í þeirri merkingu að spilamennska í spilakössum séu mjög svo ánetjandi. Það sé því ákaflega mótsagnakennt, í raun fáránlegt, að leyfa spilakassa en banna spilavíti þar sem lagt er stund á Black Jack og Rúllettu. Það sé álíka gáfulegt og það var að banna bjórinn á sínum tíma en hrófla hvergi við brennivíninu. Ýmsir aðrir spilafíklar, sem sett hafa sig í samband við Vísi eftir að greint var frá stefnunni, staðfesta þetta: Þeir sem verst eru settir eru í kössunum.Kate Seselja segir CNN sögu sína, hvernig hún ánetjaðist "the crack cocaine" spilamennskunnar -- spilakössunum.Í heimi fjárhættuspila eru spilakassarnir, slot machines eða „pokies“, kallaðir „crack cocaine“ fjárhættuspilamennskunnar. Um þetta hefur verið fjallað víða en hér látið duga að vitna til sögu Kate Seselja, ástralskrar sex barna móður, sem CNN sagði nýverið. Hún fer hispurslaust yfir reynslu sína og óhjákvæmlegt er annað en draga þá ályktun að um ákaflega ánetjandi starfsemi er að ræða. Þetta er vinsælasta form fjárhættuspila á heimsvísu enda fá spilararnir þar samstundis áhrifin sem þeir sækjast eftir. Ekkert til sem heitir happdrættisvélÁ sínum tíma veitti Alþingi leyfi til reksturs á spilakössum á þeim forsendum, sem Guðlaugur telur falskar, að um sé að ræða happdrættisvélar. Guðlaugur segir ekkert slíkt til – þetta séu einfaldlega slot machines. Í auglýsingu á netinu, frá Gullnámu Háskóla Íslands má sjá að þeir velkjast hvergi í vafa um hvers kyns starfsemi þeirra er. Þar er talað um Casino slots.Þeir sem standa fyrir rekstri Gullnámunnar velkjast hvergi í vafa um hvers eðlis starfsemin er þegar þeir vilja tala til túrista.Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, á 125. löggjafarþingi 1999-2000, segir meðal annars að það hafi eflaust „ráðið úrslitum um framgang frumvarpanna að afraksturinn skyldi renna til óumdeildra málefna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi starfsemi hefur valdið mörgum manninum mikilli óhamingju þar sem menn hafa ánetjast spilafíkn sem heilbrigðiskerfið verður nú að kljást við í vaxandi mæli.“Greitt aðgengi að fjármagni Í stefnu Guðlaugs kennir ýmissa grasa, þar er til að mynda vakin athygli á því að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessari starfsemi. Og þar er búið svo um hnúta að spilurum, sem eru að mati Guðlaugs að 95 prósent fíklar, sé haldið vel við efnið. Og allt gert til að aðgengi þeirra að fjármunum sínum til að spila með séStefnan. Guðlaugur hefur stefnt ýmsum sem til þessa hafa talist til máttarstólpa þjóðfélagsins.„Á árinu 2009 missti stefnandi algerlega tökin á spilafíkninni en í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000 og samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum siðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 á Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi til að spila fyrir.“Reykingar leyfðar til að halda spilurum við efniðGuðlaugur greindi frá því í viðtali við Vísi að hann hafi tapað þessum vinningi hratt og örugglega, fyrsta daginn eftir að hann fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 750 þúsund krónur. „Var þetta skýrt dæmi þeirrar staðreyndar að hver einstakur spilasalaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda. Jafnframt er athyglisvert að á sumum þessara spilasala eru leyfðar reykingar innanhúss til að halda spilafíklum við efnið, m.a. á Vídeómarkaðinum í Hamraborg, Kópavogi.“ Þeir sem reka spilakassana eru duglegir við að uppfæra virkni kassanna: „Þegar stefndi kemur inn á viðkomandi spilastað þá getur hann farið í afgreiðsluna og tekið út á debet kortið sitt reiðufé sem hann notar svo í spilakassana. Má benda á að kassarnir taka mest í einu 5.000 króna seðil, en þeir nýjustu taka nú 10.000 króna seðil,“ segir í stefunni. Einnig er vakin á því athygli að við alla helstu spilastaði er greitt aðgengi að hraðbanka. Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað um spilakassa en fyrir liggur stefna Guðlaugs Jakobs Karlssonar á hendur þeim aðilum sem reka slíka kassa, með leyfi ríkisins. Guðlaugur telur víst að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Guðlaugur segir, í samtali við Vísi, að spilakassarnir séu svæsnasta form fjárhættuspila í þeirri merkingu að spilamennska í spilakössum séu mjög svo ánetjandi. Það sé því ákaflega mótsagnakennt, í raun fáránlegt, að leyfa spilakassa en banna spilavíti þar sem lagt er stund á Black Jack og Rúllettu. Það sé álíka gáfulegt og það var að banna bjórinn á sínum tíma en hrófla hvergi við brennivíninu. Ýmsir aðrir spilafíklar, sem sett hafa sig í samband við Vísi eftir að greint var frá stefnunni, staðfesta þetta: Þeir sem verst eru settir eru í kössunum.Kate Seselja segir CNN sögu sína, hvernig hún ánetjaðist "the crack cocaine" spilamennskunnar -- spilakössunum.Í heimi fjárhættuspila eru spilakassarnir, slot machines eða „pokies“, kallaðir „crack cocaine“ fjárhættuspilamennskunnar. Um þetta hefur verið fjallað víða en hér látið duga að vitna til sögu Kate Seselja, ástralskrar sex barna móður, sem CNN sagði nýverið. Hún fer hispurslaust yfir reynslu sína og óhjákvæmlegt er annað en draga þá ályktun að um ákaflega ánetjandi starfsemi er að ræða. Þetta er vinsælasta form fjárhættuspila á heimsvísu enda fá spilararnir þar samstundis áhrifin sem þeir sækjast eftir. Ekkert til sem heitir happdrættisvélÁ sínum tíma veitti Alþingi leyfi til reksturs á spilakössum á þeim forsendum, sem Guðlaugur telur falskar, að um sé að ræða happdrættisvélar. Guðlaugur segir ekkert slíkt til – þetta séu einfaldlega slot machines. Í auglýsingu á netinu, frá Gullnámu Háskóla Íslands má sjá að þeir velkjast hvergi í vafa um hvers kyns starfsemi þeirra er. Þar er talað um Casino slots.Þeir sem standa fyrir rekstri Gullnámunnar velkjast hvergi í vafa um hvers eðlis starfsemin er þegar þeir vilja tala til túrista.Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, á 125. löggjafarþingi 1999-2000, segir meðal annars að það hafi eflaust „ráðið úrslitum um framgang frumvarpanna að afraksturinn skyldi renna til óumdeildra málefna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi starfsemi hefur valdið mörgum manninum mikilli óhamingju þar sem menn hafa ánetjast spilafíkn sem heilbrigðiskerfið verður nú að kljást við í vaxandi mæli.“Greitt aðgengi að fjármagni Í stefnu Guðlaugs kennir ýmissa grasa, þar er til að mynda vakin athygli á því að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessari starfsemi. Og þar er búið svo um hnúta að spilurum, sem eru að mati Guðlaugs að 95 prósent fíklar, sé haldið vel við efnið. Og allt gert til að aðgengi þeirra að fjármunum sínum til að spila með séStefnan. Guðlaugur hefur stefnt ýmsum sem til þessa hafa talist til máttarstólpa þjóðfélagsins.„Á árinu 2009 missti stefnandi algerlega tökin á spilafíkninni en í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000 og samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum siðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 á Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi til að spila fyrir.“Reykingar leyfðar til að halda spilurum við efniðGuðlaugur greindi frá því í viðtali við Vísi að hann hafi tapað þessum vinningi hratt og örugglega, fyrsta daginn eftir að hann fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 750 þúsund krónur. „Var þetta skýrt dæmi þeirrar staðreyndar að hver einstakur spilasalaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda. Jafnframt er athyglisvert að á sumum þessara spilasala eru leyfðar reykingar innanhúss til að halda spilafíklum við efnið, m.a. á Vídeómarkaðinum í Hamraborg, Kópavogi.“ Þeir sem reka spilakassana eru duglegir við að uppfæra virkni kassanna: „Þegar stefndi kemur inn á viðkomandi spilastað þá getur hann farið í afgreiðsluna og tekið út á debet kortið sitt reiðufé sem hann notar svo í spilakassana. Má benda á að kassarnir taka mest í einu 5.000 króna seðil, en þeir nýjustu taka nú 10.000 króna seðil,“ segir í stefunni. Einnig er vakin á því athygli að við alla helstu spilastaði er greitt aðgengi að hraðbanka.
Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00