Bandarískir ferðamenn sagðir sækja til Íslands öryggisins vegna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 11:15 Ferðum bandarískra ferðamanna til Frakklands hefur fækkað. Vísir/Vilhelm/Getty Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00
Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00
Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14
Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35