Af karakter 6. september 2016 10:00 Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey Íþróttalið eru stundum sögð sýna karakter. Áhrifamiklir einstaklingar eru oft sagðir hafa litríkan karakter. Aðrir eru sagðir skorta karakter á ögurstundu. En hver er þinn karakter – hvert er þitt innsta eðli? Hugtök eins og heilindi, auðmýkt, tryggð, hófsemi, hugrekki, réttlæti, þolinmæði og iðni eru oft notuð til að spegla okkar innri karakter. Karakter varpar ljósi á hver þú ert í raun, ekki hvað þú átt eða hver þú þykist vera, eða endilega hverju þú hefur áorkað. Karakter þinn hefur áhrif á allt sem þú gerir, allar þínar ákvarðanir og aðgerðir og orð. Okkar sanni karakter birtist oft best þegar við erum undir álagi – og brýst mjög skýrt fram eftir áfall eða miklar breytingar í okkar lífi. Sumir segja að karakter sé sá sem ég er, þegar ég tel engan sjá til mín. Í metsölubók Stephens Covey, 7 venjur til árangurs sem kemur út á íslensku í lok mánaðar, minnir Covey okkur á að árangursríkir forgöngumenn leiða sjálfa sig og aðra til árangurs á grunni karakters – en sækjast ekki eftir að öðlast innantóma velgengni sem vekur skammvinna athygli en fjarar út með næstu öldu. Jim Collins, prófessor og höfundur Good to Great, ítrekar: „Það fæst enginn árangur án aga, og það fæst enginn agi án karakters.“ Flestir foreldrar leitast alla ævi við að innræta börnum sínum góð gildi og þroska karakter þeirra. Karakter vinnustaða – eða menning þeirra – mótast af hugsun og hegðun hvers starfsmanns. Ekki af mætti innri eða ytri markaðssetningar. Það sama á við um okkar innri mann – við getum fengið sérfræðinga til að pússa okkar ytri ásýnd, með förðun, fötum og tilsögn í framkomu. En þinn sanni karakter geislar enn sterkar heldur en gríma fassins. Við getum líkt karakter við rætur, sem, ef rétt er hlúð að, gefa ávöxt um ókomna tíð. Verkefni okkar tíma, verkefni allra tíma, krefjast heilsteypts karakters. Við höfum séð – og saknað – tákn göfugs karakters í fréttum síðustu vikna. Styrksins að kunna að biðjast afsökunar, iðrast og bæta fyrir mistök sín. Kjarkinn til að viðurkenna að þótt að aðgerð mín sé innan ramma laganna, þá er hún ekki til eftirbreytni – og mögulega skaðleg og siðlaus. Auðmýktina til að segja: „Ég hafði rangt fyrir mér og það er nóg til skiptanna. Ég þarf ekki alla þessa fjármuni til eigin nota.“ Hvaða karakter vilt þú að aðrir sjái í þér? Hvaða raunframlag verður skráð í þína sögu? Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Íþróttalið eru stundum sögð sýna karakter. Áhrifamiklir einstaklingar eru oft sagðir hafa litríkan karakter. Aðrir eru sagðir skorta karakter á ögurstundu. En hver er þinn karakter – hvert er þitt innsta eðli? Hugtök eins og heilindi, auðmýkt, tryggð, hófsemi, hugrekki, réttlæti, þolinmæði og iðni eru oft notuð til að spegla okkar innri karakter. Karakter varpar ljósi á hver þú ert í raun, ekki hvað þú átt eða hver þú þykist vera, eða endilega hverju þú hefur áorkað. Karakter þinn hefur áhrif á allt sem þú gerir, allar þínar ákvarðanir og aðgerðir og orð. Okkar sanni karakter birtist oft best þegar við erum undir álagi – og brýst mjög skýrt fram eftir áfall eða miklar breytingar í okkar lífi. Sumir segja að karakter sé sá sem ég er, þegar ég tel engan sjá til mín. Í metsölubók Stephens Covey, 7 venjur til árangurs sem kemur út á íslensku í lok mánaðar, minnir Covey okkur á að árangursríkir forgöngumenn leiða sjálfa sig og aðra til árangurs á grunni karakters – en sækjast ekki eftir að öðlast innantóma velgengni sem vekur skammvinna athygli en fjarar út með næstu öldu. Jim Collins, prófessor og höfundur Good to Great, ítrekar: „Það fæst enginn árangur án aga, og það fæst enginn agi án karakters.“ Flestir foreldrar leitast alla ævi við að innræta börnum sínum góð gildi og þroska karakter þeirra. Karakter vinnustaða – eða menning þeirra – mótast af hugsun og hegðun hvers starfsmanns. Ekki af mætti innri eða ytri markaðssetningar. Það sama á við um okkar innri mann – við getum fengið sérfræðinga til að pússa okkar ytri ásýnd, með förðun, fötum og tilsögn í framkomu. En þinn sanni karakter geislar enn sterkar heldur en gríma fassins. Við getum líkt karakter við rætur, sem, ef rétt er hlúð að, gefa ávöxt um ókomna tíð. Verkefni okkar tíma, verkefni allra tíma, krefjast heilsteypts karakters. Við höfum séð – og saknað – tákn göfugs karakters í fréttum síðustu vikna. Styrksins að kunna að biðjast afsökunar, iðrast og bæta fyrir mistök sín. Kjarkinn til að viðurkenna að þótt að aðgerð mín sé innan ramma laganna, þá er hún ekki til eftirbreytni – og mögulega skaðleg og siðlaus. Auðmýktina til að segja: „Ég hafði rangt fyrir mér og það er nóg til skiptanna. Ég þarf ekki alla þessa fjármuni til eigin nota.“ Hvaða karakter vilt þú að aðrir sjái í þér? Hvaða raunframlag verður skráð í þína sögu?
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira