Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 09:00 Hluti erfingja Ingvars Helgasonar vill fá að vita hvað varð um þá sjóði sem hann sagðist eiga erlendis. Vísir Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum. Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum.
Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02