„Enginn er merkilegri en næsti maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 12:24 Björk á tónleikum í Brooklyn á seinasta ári. vísir/getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu. Björk Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu.
Björk Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira