Ofin með aldagamalli aðferð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. september 2016 17:00 Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Mynd/Elsa Björg Magnúsdóttir Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi. Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi.
Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira