Eva Laufey gefur út bók með uppáhalds kökuuppskriftunum: Uppskrift að „mömmudraumi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2016 11:30 Eva Laufey er einn þekktasti sjónvarpskokkur landsins. vísir Í næsta mánuði kemur út glæný kökubók frá sjónvarpskokkinum Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur en í henni verða um áttatíu uppskriftir af uppáhalds kökum Evu. Þar má skoða uppskriftir af Bollakökum, súkkulaðikökum, marengskökum og tilefniskökum eins og brúðartertur og fleira. Allar kökurnar saman komnar í eina bók. Það var Karl Petersson sem tók myndirnar sem eru í bókinni en núna er verið að leggja lokahöndina á hana. Sérstök forsala á bókinni hófst á föstudaginn en þá gefst fólki tækifæri til þess að tryggja sér eintak á mjög góðu verði en sérstakur afsláttur er á bókinni meðan á forsölu stendur.Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni á forsöluverði. Hér að neðan er uppskrift að ljúffengri köku sem allir ættu að prófa:Mömmudraumur150 g sykur150 g púðursykur130 g smjör2 egg260 g hveiti1 tsk matarsódi1,5 tsk lyftiduftsalt á hnífsoddi50 g kakó2 dl mjólkAðferð:Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni. Skiptið deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör 1 tsk vanilla (extract eða dropar) 4 msk sterkt uppáhellt kaffiAðferð:Bræðið smjör við vægan hita Blandið öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og fallegt. Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða ferskum berjum. Eva Laufey Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Í næsta mánuði kemur út glæný kökubók frá sjónvarpskokkinum Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur en í henni verða um áttatíu uppskriftir af uppáhalds kökum Evu. Þar má skoða uppskriftir af Bollakökum, súkkulaðikökum, marengskökum og tilefniskökum eins og brúðartertur og fleira. Allar kökurnar saman komnar í eina bók. Það var Karl Petersson sem tók myndirnar sem eru í bókinni en núna er verið að leggja lokahöndina á hana. Sérstök forsala á bókinni hófst á föstudaginn en þá gefst fólki tækifæri til þess að tryggja sér eintak á mjög góðu verði en sérstakur afsláttur er á bókinni meðan á forsölu stendur.Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni á forsöluverði. Hér að neðan er uppskrift að ljúffengri köku sem allir ættu að prófa:Mömmudraumur150 g sykur150 g púðursykur130 g smjör2 egg260 g hveiti1 tsk matarsódi1,5 tsk lyftiduftsalt á hnífsoddi50 g kakó2 dl mjólkAðferð:Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni. Skiptið deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör 1 tsk vanilla (extract eða dropar) 4 msk sterkt uppáhellt kaffiAðferð:Bræðið smjör við vægan hita Blandið öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og fallegt. Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða ferskum berjum.
Eva Laufey Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið