Móðir Teresa tekin í dýrlingatölu á sunnudaginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. september 2016 17:30 Móðir Teresa hefur sætt talsverðri gagnrýni undanfarin ár. Vísir Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist. Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist.
Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59
Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38