Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 14:30 Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira