Í hvaða borg Evrópu er hjóli fyrst stolið? Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 11:01 Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu. Bílar video Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu.
Bílar video Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent