Rússabanni svarað með frystigeymslu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2016 20:30 Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15