Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:14 Freyr þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn. Vísir/Anton Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08