Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:05 Margrét Lára í baráttunni í dag. vísir/anton Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.” EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.”
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn