Gunnar Bragi: Flatt auðlindagjald á rafbylgjur, orku og sjávarútveg Snærós Sindradóttir skrifar 16. september 2016 12:05 Gunnar Bragi segir að það sé of einsleit umræða um auðlindagjald á Íslandi í dag. Horfa þurfi til fleirri atvinnugreina en sjávarútvegs. VÍSIR/STEFÁN Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“ Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“
Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00