Gunnar Bragi: Flatt auðlindagjald á rafbylgjur, orku og sjávarútveg Snærós Sindradóttir skrifar 16. september 2016 12:05 Gunnar Bragi segir að það sé of einsleit umræða um auðlindagjald á Íslandi í dag. Horfa þurfi til fleirri atvinnugreina en sjávarútvegs. VÍSIR/STEFÁN Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“ Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“
Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00