Það voru nákvæmlega 15 ár í gær síðan Alex Zanardi missti báða fótleggina er hann var keppa í kappakstri. Hann hélt upp á það með því að vinna gull á Ólympíumóti fatlaðra.
Zanardi vann þá gull í handahjólreiðum. Hann vann einnig tvö gull á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan.
„Ég er mjög heppinn. Líf mitt er hlaðið forréttindum. Þetta gull vann ég líka á velli sem var byggður ofan á kappakstursbraut þar sem ég vann minn fyrsta ráspól. Fyrir rómantískan mann eins og mig er það mjög sérstakt,“ sagði hin 49 ára gamli Zanardi eftir að hafa tekið á móti gullinu. Hann á möguleika á því að vinna annað gull síðar á mótinu.
Hann var að keppa í akstri á cart-bílum er hann lenti í alvarlegu slysi sem endaði með því að það varð að fjarlægja báða fætur hans.
Zanardi keppti fyrir Jordan, Minardi, Lotus og Williams á formúluferli sínum. Hann tók alls þátt í 44 keppnum. Sú síðasta var árið 1999.
Fyrrum ökuþór í Formúlunni vann gull á Ólympíumóti fatlaðra
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn