Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Guðrún Jóna Stefánsdottir skrifar 15. september 2016 10:15 Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður opnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institution núna í nóvember. Vísir/Eyþór „Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“