Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 19:15 Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54