Berglind: Alltaf gaman að heyra að þjálfarinn treystir manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 14:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna, fær það vandasama verkefni að taka stöðu Hörpu Þorsteinsdóttur í framlínu íslenska kvennalandsliðsins. Harpa er ólétt og verður ekki með landsliðinu næstu mánuðina en Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, er búinn að gefa það út að Berglind er næst inn. „Það er alltaf gaman að heyra að þjálfarinn hefur trú á manni og treystir manni fyrir svona verkefni. Ég er mjög spennt,“ segir Berglind Björg í viðtali við Vísi. Berglind er mikill markaskorari en hún setti tólf mörk í tólf leikjum fyrir Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra og er búin að skora tólf mörk í fimmtán leikjum í ár.Væri ekki leiðinlegt að skora fyrsta markið Hún hefur aftur á móti spilað tíu landsleiki, flesta sem varamaður, án þess að skora. Harpa Þorsteinsdóttir var á svipuðum stað þegar hún fékk tækifærið hjá Frey en þá var hún aðeins búin að skora eitt landsliðsmark í 33 leikjum. Eftir komu Freys skoraði hún 17 mörk í 28 leikjum. „Það væri gaman að geta tryggt sér stöðuna. Harpa er mjög góður leikmaður og hefur bætt sig mikið síðan Freyr tók við landsliðinu. Ég er líka búin að bæta mig mikið þannig ég er jákvæð fyrir þessu,“ segir Berglind. „Það væri ekki leiðinlegt að skora fyrsta markið á föstudaginn. Slóvenska liðið er mjög gott fram á við en varnarleikurinn er ekkert sérstakur. Þær koma dýrvitlausar í leikinn því þær töpuðu 6-0 síðast og vilja pottþétt hefna fyrir það.“ Stelpurnar eru í samkeppni við leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið en Berglind vill að Íslendingar kjósi að sjá leik stelpnanna. „Allir að mæta á völlinn. Ég get lofað hörkuleik og því vil ég sjá sem flesta,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna, fær það vandasama verkefni að taka stöðu Hörpu Þorsteinsdóttur í framlínu íslenska kvennalandsliðsins. Harpa er ólétt og verður ekki með landsliðinu næstu mánuðina en Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, er búinn að gefa það út að Berglind er næst inn. „Það er alltaf gaman að heyra að þjálfarinn hefur trú á manni og treystir manni fyrir svona verkefni. Ég er mjög spennt,“ segir Berglind Björg í viðtali við Vísi. Berglind er mikill markaskorari en hún setti tólf mörk í tólf leikjum fyrir Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra og er búin að skora tólf mörk í fimmtán leikjum í ár.Væri ekki leiðinlegt að skora fyrsta markið Hún hefur aftur á móti spilað tíu landsleiki, flesta sem varamaður, án þess að skora. Harpa Þorsteinsdóttir var á svipuðum stað þegar hún fékk tækifærið hjá Frey en þá var hún aðeins búin að skora eitt landsliðsmark í 33 leikjum. Eftir komu Freys skoraði hún 17 mörk í 28 leikjum. „Það væri gaman að geta tryggt sér stöðuna. Harpa er mjög góður leikmaður og hefur bætt sig mikið síðan Freyr tók við landsliðinu. Ég er líka búin að bæta mig mikið þannig ég er jákvæð fyrir þessu,“ segir Berglind. „Það væri ekki leiðinlegt að skora fyrsta markið á föstudaginn. Slóvenska liðið er mjög gott fram á við en varnarleikurinn er ekkert sérstakur. Þær koma dýrvitlausar í leikinn því þær töpuðu 6-0 síðast og vilja pottþétt hefna fyrir það.“ Stelpurnar eru í samkeppni við leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið en Berglind vill að Íslendingar kjósi að sjá leik stelpnanna. „Allir að mæta á völlinn. Ég get lofað hörkuleik og því vil ég sjá sem flesta,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Hallbera Gísladóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og ætlar að gefa sér sæti á EM í afmælisgjöf á föstudaginn. 14. september 2016 14:00
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45