Gaman að læra alltaf í starfinu Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 11:00 Anna Lára Sigurðardóttir hefur starfað hjá Creditinfo í átta ár en var áður hjá Nova og Motus. Vísir/GVA „Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira