Ásdís ætlar að bæta tvö Íslandsmet í kvöld og þér er boðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á tvö Íslandsmet í kvöld. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Sjá meira