Stéttarfélög að drukkna í málum sem snúa að ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 21:45 Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Vísir/Pjetur Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira