Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 21:30 Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum.
Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur