Íhugar varaformannsframboð Snærós Sindradóttir skrifar 14. september 2016 06:30 Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni í apríl á þessu ári. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé í betri höndum undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns. vísir/ernir „Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55