Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 10:26 Jóhannes Þór og Sigmundur Davíð á fundi þeirra félaga á Akureyri á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt og fram kom í svari Rekstrarfélags Stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans í gær. Það var tveimur dögum áður en Kastljós sýndi viðtal Sigmund Davíð vegna Panama-skjalanna en fjórum dögum eftir að forsætisráðherrann þáverandi tilkynnti um grun sinn um innbrot í tölvuna sagði hann af sér sem ráðherra. Í samtali við Nútímann í gær sagði Jóhannes Þór að málið hefði komið upp einhvern tímann á árinu 2015 en í samtali við Vísi segir hann það hafa verið misskilning hjá sér þar sem hann hafi ekki verið nógu vel inni í málinu á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag að hann vissi að brotist hefði verið inn í tölvuna hjá sér. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkurm,“ sagði Sigmundur. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði í gær að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Þá kom í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur. Þá útskýrði hann hvernig það hefði verið tilkomið að hann tilkynnt grun um mögulegt tölvuinnbrot til Rekstrarfélagsins sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt og fram kom í svari Rekstrarfélags Stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans í gær. Það var tveimur dögum áður en Kastljós sýndi viðtal Sigmund Davíð vegna Panama-skjalanna en fjórum dögum eftir að forsætisráðherrann þáverandi tilkynnti um grun sinn um innbrot í tölvuna sagði hann af sér sem ráðherra. Í samtali við Nútímann í gær sagði Jóhannes Þór að málið hefði komið upp einhvern tímann á árinu 2015 en í samtali við Vísi segir hann það hafa verið misskilning hjá sér þar sem hann hafi ekki verið nógu vel inni í málinu á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag að hann vissi að brotist hefði verið inn í tölvuna hjá sér. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkurm,“ sagði Sigmundur. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði í gær að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Þá kom í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur. Þá útskýrði hann hvernig það hefði verið tilkomið að hann tilkynnt grun um mögulegt tölvuinnbrot til Rekstrarfélagsins sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55