Tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir í Kaldalóni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2016 09:30 Strom & Wasser ásamt gestum: Haukur Gröndal, Ingó Hassenstein, Heinz Ratz, Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson, Burkhand Ruppaner, Manu Amon og Luca Seitz. „Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira