Óheillaþróun sem snúa þarf við Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. september 2016 13:05 Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun