Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2016 14:40 Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira