Innlent

„Ég er í sjokki yfir þessu!“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Helga Dögg er ekki sátt við niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kraganum.
Helga Dögg er ekki sátt við niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kraganum. Vísir/einkasafn
„Ég er eiginlega bara í sjokki yfir þessu,“ segir Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi í kvöld en þar eru karlmenn í efstu fjórum sætum listans. Hún harmar það einnig að Elín Hirst þingkona flokksins hafi ekki náð sæti á listanum.

„Okkur finnst þetta ekki nægilega sterkur listi til þess að ná árangri í kosningunum og skiljum hreinlega ekki hvernig svona getur gerst.“

Veit ekki hvernig framkvæma á breytingu

Í kjölfarið hefur Framkvæmdarstjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna ákveðið að skora á forystu flokksins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að beita sér fyrir því að þetta verði ekki niðurstaðan. Helga bendir á að í prófkjörsreglum flokksins kemur fram að kosning sé ekki bindandi nema að kjörsókn sé 50% eða yfir. Svo hafi ekki verið núna.

„Ég veit ekki hvernig það færi þá fram en við erum til í að láta reyna á það. Við fögnum líka viðbrögðum formannsins en það virðist vera honum hjartans mál líka að konur séu ofar á listunum. Vonandi verður eitthvað hægt að gera svo að þetta verði ekki niðurstaðan.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×