Gerir auknar kröfur um samfélagsábyrgð félaga Hafliði Helgason skrifar 28. september 2016 11:15 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira