Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi.
Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú rétt í þessu.
Í tilkynningunni kemur fram að báðir aðilar hafi komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu í kjölfar uppljóstrana The Telegraph.
Í gær birti Telegraph myndband þar sem Allardyce samþykkir 400.000 punda greiðslu fyrir að beygja reglur enska knattspyrnusambandsins. Allardyce samþykkti að aðstoða blaðamenn, dulbúnir sem viðskiptajöfrar frá Austurlöndum fjær, að komast framhjá eignarhaldi þriðja aðila við kaup á leikmönnum. Eignarhald þriðja aðila hefur verið bannað á Englandi frá 2008.
Í myndbandinu sást Allardyce einnig gera grín að Roy Hodgson, forvera sínum í starfi landsliðsþjálfara, og Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfara Hodgson.
Gareth Southgate tekur við enska landsliðinu til bráðabirgða og mun stýra því í næstu fjórum leikjum þess. Leikirnir eru gegn Möltu, Slóveníu, Skotlandi og Spáni.
Allardyce stýrði enska landsliðinu aðeins í einum leik, 0-1 útisigri á Slóvakíu í undankeppni HM 2018.
Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi

Tengdar fréttir

Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið
Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti.

Starf Allardyce hangir á bláþræði
Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum.

Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam
Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð.