Lífið

Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Clinton og Trump mættust í kappræðum í nótt.
Clinton og Trump mættust í kappræðum í nótt. vísir/getty
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York.

Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á.

Íslendingar höfðu greinilega mikinn áhuga á kappræðunum og mátti sjá það á Twitter þar sem flestir notuðu kassamerkið #uskos16.

Eins og svo oft áður var húmorinn allsráðandi á Twitter og gerðu margir grín að því sem fram fór. 

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst og þar fyrir neðan má sjá alla umræðuna um kappræðurnar hér innanlands. 

#USKOS16


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×