Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:08 Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira