Árni Páll: Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 21:30 Árni Páll Árnason. Vísir/Pjetur Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira