Lífið

John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum

Atli Ísleifsson skrifar
John Oliver.
John Oliver.
Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók fyrir fjölda þeirra hneykslismála sem hafa verið bendluð við forsetaframbjóðendurna Hillary Clinton og Donald Trump í þætti sínum í gær.

Þáttur Oliver hefur verið í nokkurra vikna fríi að undanförnu og sneri hann því tvíefldur til leiks.

Þegar Oliver tók fyrir Hillary minntist hann á Benghazi, netþjóna Hillary og „svissnesku færslurnar“ sem hann sagði þó vera hugarburð einan, en að fjölmargir áhorfendur vissu ekkert um það. Þannig sé andrúmsloftið brenglað í aðdraganda kosninganna.

Hann sagði Hillary þó margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem „auðugustu gyllinæð Ameríku“.

Oliver sagði það hættulegt að hugsa sem svo að hneykslismál frambjóðendanna séu jafn mörg. „Siðferðisbrot stjórnmálamanna eru eins og rúsínur í smáköku – þær ættu ekki að vera þarna, þær bjóða við fólki – en flestir stjórnmálamenn eru með fáar rúsínur.“ Hann tók svo „rúsínusturtu“ til að sanna mál sitt um Trump.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×