Umboðslaust mannhatur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. september 2016 07:00 Það er einhver búð í Englandi sem kallar sig Iceland og vill banna íslenskum stjórnvöldum að nota þetta „vörumerki“ í markaðssetningu á ferðalögum til landsins. „Hjá okkur versla milljónir, þeir eru bara 300.000!“ segja þeir drembilega eins og réttlætið sé spursmál um mannafla. Okkur er að sjálfsögðu öllum ákaflega misboðið yfir þessu. Eiginlega er það sambærilegt við að staðarhaldarar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði reyndu að setja lögbann á að samnefnd borg í Skotlandi fái að nota nafnið til að kynna menningarhátíðina sína.Ekki í mínu nafni Kaupmangara-frekja. Stórþjóðarþótti. Manni verður heitt í hamsi við það eitt að leiða hugann að þessu. Um svipað leyti hafa orðið æ rúmfrekari í þjóðfélagsumræðunni nokkrir einstaklingar sem kenna sig við íslenska þjóðfylkingu og láta sem þeir tali í nafni lands og þjóðar – okkar hinna – Íslendinga – þegar þeir boða andúð á innflytjendum. Þessir einstaklingar finnast mér eiga ámóta mikið tilkall til þess að tala í nafni lands og þjóðar og ensku kaupahéðnarnir að nota einir enskt nafn landsins okkar. Mér finnst það óþægilegt sem Íslendingi að þeir skuli gera það. Þessir einstaklingar hafa að minnsta kosti ekkert umboð frá mér og mig langar að mælast til þess að þeir kenni sig ekki við þjóðina mína þegar þeir eru að viðra ótta sinn og hégiljur. Fulltrúi þeirra var í sjónvarpsumræðum á dögunum – einn af foringjum flokkanna sem bjóða nú fram til alþingis, og stóð þarna eins og hann væri húsum hæfur. Hann hélt því fram að lögreglan vogi sér ekki inn í viss hverfi í Svíþjóð og að þar gildi sjaríalög. Þetta er rangt, svipað fleipur og Donald Trump hefur farið með um London. (Annað mál er að fólki fylgir alltaf vesen og alls konar úrlausnarefni, og í vissum hverfum í Svíþjóð, eins og um allan heim, hafa að sjálfsögðu orðið til samfélög innflytjenda, með kostum og ókostum sem slíku fylgja og þar hafa glæpagengi verið til vandræða og herjað á íbúa; siðir frá gamla landinu rekast á siði í nýja landinu, gamlar trúargrillur og hugmynda-usli skapar uppnám og sumir jafnvel móttækilegir fyrir hatursboðskap af svipuðu tagi og þjóðfylkingarmenn hér aðhyllast.) En þarna stóð sem sé þessi maður og hélt þessum firrum fram um hverfin í Svíþjóð – hafði heyrt þetta einhvers staðar – mundi samt ekki alveg hvernig þetta var nákvæmlega, sem ekki var von því að hann fór með fleipur. Vissi bara að hann er á móti „þeim“. Kannski tímanna tákn að slíkur maður komi að borðinu í íslenskum stjórnmálaumræðum – það gat ekki gengið endalaust að við hér gætum státað okkur af langvinnu gengisleysi rasista, eins og hefur verið fram til þessa í þessu tiltölulega frjálslynda og víðsýna samfélagi sem hér er. Hann stóð þarna sem fulltrúi þeirra sjónarmiða að ekki eigi að rétta öðru fólki hjálparhönd – ekki eigi að sýna öðru fólki umburðarlyndi; ekki eigi að gefa öðru fólki tækifæri til að sýna sig og sanna heldur eigi að dæma fólk fyrirfram út af uppruna, klæðaburði, útliti, fasi. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að sumt fólk eigi ekki að njóta mannréttinda; rétt sé að mismuna fólki á grundvelli uppruna, útlits og klæðaburðar. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að samfélagið skiptist skýrt í „okkur“ og „hin“ og að „við“ séum betri en „þau“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að það „verði að taka umræðuna“ um það hvort annað fólk eigi skilið að lifa og starfa og anda eða hvort slíkt eigi bara að vera fyrir „okkur“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að mismunun sé æskileg, óréttlæti sé nauðsyn. Og heldur þessu öllu fram – leynt og ljóst – sem einhvers konar fulltrúi Íslendinga. Mætti ég fara fram á að hann, og skoðanasystkini hans, hætti því? Íslendingar eru ekki gömul þjóð; af þjóðum að vera eru þeir eins og hálfgerð Surtsey, verða til á tíundu öld eftir Krist. Og hafa skráð tilveru sína hjá sér næstum jafnharðan, alveg frá Landnámu og Íslendingabók. Á sínum tíma byggðist landið frá Noregi, Orkneyjum – og Írlandi. Það sýna genarannsóknir. Og víðar að – og í slíku fámenni munar vitaskuld um hvern og einn sem er „nýr og öðruvísi“. Strax við landnám verður til pottur hér, fólk af ýmsum uppruna sem býr hér saman við misjafna sátt og samlyndi – en þetta var frjó menning á meðan hún naut reglulegra siglinga. Íslensk menning er í eðli sínu fjölmenning. Þetta er eymenning og verður til úr því svolítið tilviljanakennda safni sem hingað skolar á strendur. Íslandssagan sýnir það að íslensk menning nær alltaf mestum blóma þegar landið er sem opnast og siglingar eru sem greiðastar, hvort sem viðskiptin voru við Hamborgarkaupmenn eða Englendinga. Um leið og landið lokast trénast líka menningin og hún er eins og geymd í pækli í nokkur hundruð ár, allt þar til landið tekur á ný að opnast undir lok 19. aldar. En Íslendingar eru ágætir. Sum þjóðareinkenni skemmtileg, sumt í arfinum stórmerkilegt, annað heimóttarlegur búraskapur. Eins og gengur. Við eigum okkar skömm, þar sem eru Spánverjavígin á 16. öld og framkoman við gyðinga á flótta undan nasistum á 20. öld. En við eigum líka margar sögur um skipbrotsmenn sem nutu aðhlynningar á íslenskum sveitabæjum og var hjúkrað á ný til lífs af íslensku alþýðufólki. Spurningin er bara hvorum arfinum við viljum halda á lofti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er einhver búð í Englandi sem kallar sig Iceland og vill banna íslenskum stjórnvöldum að nota þetta „vörumerki“ í markaðssetningu á ferðalögum til landsins. „Hjá okkur versla milljónir, þeir eru bara 300.000!“ segja þeir drembilega eins og réttlætið sé spursmál um mannafla. Okkur er að sjálfsögðu öllum ákaflega misboðið yfir þessu. Eiginlega er það sambærilegt við að staðarhaldarar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði reyndu að setja lögbann á að samnefnd borg í Skotlandi fái að nota nafnið til að kynna menningarhátíðina sína.Ekki í mínu nafni Kaupmangara-frekja. Stórþjóðarþótti. Manni verður heitt í hamsi við það eitt að leiða hugann að þessu. Um svipað leyti hafa orðið æ rúmfrekari í þjóðfélagsumræðunni nokkrir einstaklingar sem kenna sig við íslenska þjóðfylkingu og láta sem þeir tali í nafni lands og þjóðar – okkar hinna – Íslendinga – þegar þeir boða andúð á innflytjendum. Þessir einstaklingar finnast mér eiga ámóta mikið tilkall til þess að tala í nafni lands og þjóðar og ensku kaupahéðnarnir að nota einir enskt nafn landsins okkar. Mér finnst það óþægilegt sem Íslendingi að þeir skuli gera það. Þessir einstaklingar hafa að minnsta kosti ekkert umboð frá mér og mig langar að mælast til þess að þeir kenni sig ekki við þjóðina mína þegar þeir eru að viðra ótta sinn og hégiljur. Fulltrúi þeirra var í sjónvarpsumræðum á dögunum – einn af foringjum flokkanna sem bjóða nú fram til alþingis, og stóð þarna eins og hann væri húsum hæfur. Hann hélt því fram að lögreglan vogi sér ekki inn í viss hverfi í Svíþjóð og að þar gildi sjaríalög. Þetta er rangt, svipað fleipur og Donald Trump hefur farið með um London. (Annað mál er að fólki fylgir alltaf vesen og alls konar úrlausnarefni, og í vissum hverfum í Svíþjóð, eins og um allan heim, hafa að sjálfsögðu orðið til samfélög innflytjenda, með kostum og ókostum sem slíku fylgja og þar hafa glæpagengi verið til vandræða og herjað á íbúa; siðir frá gamla landinu rekast á siði í nýja landinu, gamlar trúargrillur og hugmynda-usli skapar uppnám og sumir jafnvel móttækilegir fyrir hatursboðskap af svipuðu tagi og þjóðfylkingarmenn hér aðhyllast.) En þarna stóð sem sé þessi maður og hélt þessum firrum fram um hverfin í Svíþjóð – hafði heyrt þetta einhvers staðar – mundi samt ekki alveg hvernig þetta var nákvæmlega, sem ekki var von því að hann fór með fleipur. Vissi bara að hann er á móti „þeim“. Kannski tímanna tákn að slíkur maður komi að borðinu í íslenskum stjórnmálaumræðum – það gat ekki gengið endalaust að við hér gætum státað okkur af langvinnu gengisleysi rasista, eins og hefur verið fram til þessa í þessu tiltölulega frjálslynda og víðsýna samfélagi sem hér er. Hann stóð þarna sem fulltrúi þeirra sjónarmiða að ekki eigi að rétta öðru fólki hjálparhönd – ekki eigi að sýna öðru fólki umburðarlyndi; ekki eigi að gefa öðru fólki tækifæri til að sýna sig og sanna heldur eigi að dæma fólk fyrirfram út af uppruna, klæðaburði, útliti, fasi. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að sumt fólk eigi ekki að njóta mannréttinda; rétt sé að mismuna fólki á grundvelli uppruna, útlits og klæðaburðar. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að samfélagið skiptist skýrt í „okkur“ og „hin“ og að „við“ séum betri en „þau“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að það „verði að taka umræðuna“ um það hvort annað fólk eigi skilið að lifa og starfa og anda eða hvort slíkt eigi bara að vera fyrir „okkur“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að mismunun sé æskileg, óréttlæti sé nauðsyn. Og heldur þessu öllu fram – leynt og ljóst – sem einhvers konar fulltrúi Íslendinga. Mætti ég fara fram á að hann, og skoðanasystkini hans, hætti því? Íslendingar eru ekki gömul þjóð; af þjóðum að vera eru þeir eins og hálfgerð Surtsey, verða til á tíundu öld eftir Krist. Og hafa skráð tilveru sína hjá sér næstum jafnharðan, alveg frá Landnámu og Íslendingabók. Á sínum tíma byggðist landið frá Noregi, Orkneyjum – og Írlandi. Það sýna genarannsóknir. Og víðar að – og í slíku fámenni munar vitaskuld um hvern og einn sem er „nýr og öðruvísi“. Strax við landnám verður til pottur hér, fólk af ýmsum uppruna sem býr hér saman við misjafna sátt og samlyndi – en þetta var frjó menning á meðan hún naut reglulegra siglinga. Íslensk menning er í eðli sínu fjölmenning. Þetta er eymenning og verður til úr því svolítið tilviljanakennda safni sem hingað skolar á strendur. Íslandssagan sýnir það að íslensk menning nær alltaf mestum blóma þegar landið er sem opnast og siglingar eru sem greiðastar, hvort sem viðskiptin voru við Hamborgarkaupmenn eða Englendinga. Um leið og landið lokast trénast líka menningin og hún er eins og geymd í pækli í nokkur hundruð ár, allt þar til landið tekur á ný að opnast undir lok 19. aldar. En Íslendingar eru ágætir. Sum þjóðareinkenni skemmtileg, sumt í arfinum stórmerkilegt, annað heimóttarlegur búraskapur. Eins og gengur. Við eigum okkar skömm, þar sem eru Spánverjavígin á 16. öld og framkoman við gyðinga á flótta undan nasistum á 20. öld. En við eigum líka margar sögur um skipbrotsmenn sem nutu aðhlynningar á íslenskum sveitabæjum og var hjúkrað á ný til lífs af íslensku alþýðufólki. Spurningin er bara hvorum arfinum við viljum halda á lofti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun