Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 16:46 Minnst 115 borgara eru sagðir hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn. Vísir/AFP Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira