Lotus 3-Eleven náði tímanum 7:06 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 11:11 Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan. Bílar video Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent
Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent