Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Atli ísleifsson skrifar 22. september 2016 23:12 Kári Stefánsson var gestaspyrill í kappræðum RÚV í kvöld. Vísir/Ernir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Sjá meira
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27
Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00
Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00